Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti. Þetta er stór vinnustaður með 212 börn, um 60 starfsmenn og starfsemi í þremur húsum í hverfinu. Engir tveir dagar eru eins. info
Guðrún Sólveig gengur til vinnu sinnar árla morguns í apríl. Það er ekki langt að fara og gott að geta stundum skilið bílinn eftir heima. info
Guðrún Sólveig tekur alltaf á móti börnunum þar á fimmtudögum. "Mér finnst gott að sjá foreldra og að þeir sjái mig stundum," segir hún. Rauðhóll er á þremur stöðum; Litir eru við Sandavað, Ævintýri við Árvað og Björnslundur. info
Guðrún Sólveig spjallar við nemendur. "Morgunstundin er ljúf, við erum tvær að taka á móti, og dásamlegt þegar bornin tínast inn í hús," Alls eru að jafnaði 86 börn á Sandavaði og tilheyra þau yngri deildum leikskólans. info
Guðrún Sólveig og Aðalheiður aðstoðarleikskólastjóri ræða við Önnu Maríu. Starfsmannasamtölin eru mikilvæg; reynt er að koma til móts við óskir um endurmenntun og það er stefna leikskólans að leyfa fólki að flæða milli deilda info
Og Guðrún Sólveig á stuttan fund með sérkennslustjórunum í opna fjölnota salnum á Litum. Nú er verið að klæða sig eftir íþróttastund og brátt breytist salurinn í matstofu. info
Guðrún Sólveig er komin í eldhúsið þar sem Edyta og Daria ganga eru að ganga frá eftir morgunmatinn. "Við leggjum mikla áherslu á að eldhúsfólkið okkar sé með í menningunni og taki þátt í gleði vinnustaðarins." info
Guðrún Sólveig er komin í annað hús leikskólans, Ævintýr við Árvað. Börnin dunda við ýmislegt; sum lesa, önnur föndra og leika með kubbana. Þetta eru elstu börnin í leikskólanum. info
Matartímanum er lokið og tímabært að koma matarvagninum aftur inn í eldhús. Vegna forfalla tekur Guðrún Sólveig verkið að sér. Tinna og Agnes ýta hins vegar þvottavagni á undan, enda leiðin í eldhús og þvottahús sú sama. info
Á kaffistofunni eru Brynja, Andrea, Heiðar, Halldóra Guðrún Sólveig og Alida. "Við ræðum áhugasviðspróf og möguleika til náms. Þetta er unga fólkið okkar í leikskólanum." info
"Ég átit erindi á skóla- og frístundasvið og ákvað að koma við á Lindarborg. Kristín Einarsdóttir tók við þessum leikskóla og ég ákvað að renna við og óska henni til hamingju." info
"Ég og Margrét, dóttir mín, erum meira stuðningskonur, sjáum um veitingar og má segja að við séum skemmtanastjórar í hesthúsinu. það er afslappandi og gott að kíkja í hesthús að loknum vinnudegi. info
Synir Guðrúnar Sólveigar, þeir Gabríel og Hákon, eru komnir í hesthúsið. Þar er líka staddur Haukur sem hefur þjálfað Hákon og lánað honum hross. Báðir strákarnir eru keppnismenn í hestamennsku. info
Guðrún Sólveig og Margrét skoða uppskriftir á netinu. Dagur er að kveldi kominn, kvörldaturinn á leið í pottana og síðan er bara slökun framundan. info
Using Format